Skip to main content

Fundir og ráðstefnur

Við bjóðum fyrirtækjum að vera með Skíðaskálann útaf fyrir sig, hálfan eða allan daginn og hafa afnot af 3 sölum skálans. Mörg fyrirtæki hafa notað þessa aðstöðu og verið með margvíslega hópeflis-, gæðastjórnunar- og vinnufundi. Að sögn þeirra sem reynt hafa er kyrrðin mikil og skapast einstakt andrúmsloft sem gerir það að verkum að fundirnir verða oft árangursríkari og ekki er auðvelt fyrir þáttakendur að "skreppa" frá meðan á fundi stendur.

Skíðaskálinn býður uppá eftirfarandi búnað í fundar og ráðstefnuhaldi:

  • Þráðlaus hljóðnemi
  • Þráðlaus nettenging
  • Fullkominn skjávarpi með sýningartjaldi
  • Ofantalinn búnaður er innifalinn í leiguverði. Sé þess óskað getum við útvegað og leigt önnur tæki sem til þarf.


Við getum útvegað hagstæðar rútuferðir fram og til baka og haft milligöngu um að útvega tónlistarmenn og skemmtikrafta með ýmsar uppákomur.

Við notum vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur á vefsvæðinu skidaskalinn.is til að bæta þjónustu og upplifun notenda. Skoða skilmála Skilmálar

Back to top