Skötuveisla og lifandi tónlist - 30. apríl 2022
Við höfum eitt kvöld í mánuði tileinkað gömlum íslenskum matarhefðum nú er það skata.
Matseðilinn er einfaldur bara vel kæst skata ásamt meðlæti, rófur, kartöflur, nýtt hverabakað rúgbrauð, smjör, mörfeiti/hnoðmör og saltfiskur (fyrir byrjendur) skatan verður hveragufusoðinn sem er sennilega í fyrsta sinn á Íslandi.
Benni Sig verður með nikkuna fyrir mat og eftir mat heldur hann uppi stemmningu eins og honum einum er lagið.
Veislan er 30. apríl nk. Verð 4.500kr.
Húsið opnar kl 18:00 og hlaðborð hefst kl 19:00.
Þeir sem vilja fá sér einn kaldann (eða tvo) með matnum geta nýtt sér rútuferðir frá Rvk verð 3.950kr báðar leiðir.
Rúta fer frá:
Mjódd kl. 17:45
Olís Rauðavatn kl.17:55
Heimferð kl 23:00 frá Skíðaskála.
Nauðsynlegt er að bóka fyrirfram, allar bókanir bæði fyrir rútu og hlaðborð fara gegnum bókunarvél sjá link hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar á:
Skidaskali.is
Sími: 567-2020